Samkvæmt upplýsingum sem Ásgeir Þorsteinsson hjá Flugfélaginu Erni gaf eyjafrettum, er nokkur aukning á farþegafjölda félagsins milli lands og Eyja. Árið 2011 flutti félagið 8800 farþega fyrstu sex mánuði ársins. En fyrstu sex mánuði þessa árs, hefur félagið flutt 9200 farþega. Segir Ásgeir að aukningin hafi helst orðið yfir vetrarmánuðina. t.d. dæmis hafi farþegum í febrúar fjölgað um 500 miðað við sama mánuð árið 2011. Helsta skýringin á því eru að Vestmannaeyingar eru að nota flugið í auknum mæli á veturna og einnig ýmsir sem eiga brýnt erindi.