Knattspyrnukonan Rut Kristjánsdóttir sem leikur með Fylki í Pepsi-deild kvenna lenti í miður skemmtilegu í Vestmannaeyjum í gær þegar hún missti tönn eftir samstuð í deildarleiknum gegn ÍBV. Hún skoraði mark Fylkis sem tapaði 2-1 en þurfti að fara af velli þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Rut settist í stólinn hjá engum öðrum en landsliðsþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni sem kom tönninni kirfilega fyrir á sínum stað. Eins og frægt er orðið starfar Heimir sem tannlæknir samhliða landsliðsstörfunum. Mbl.is greindi frá.