Heimir Hallgrímsson hefur verið orðaður við þjálfun karlaliðs Vals í fótbolta fyrir næsta tímabil. Heimir hefur undanfarna mánuði verið á leikskýrslu hjá ÍBV sem aðstoðarþjálfari en hefur sést í stúkunni á leikjum Vals.
Valur hefur Ólaf Jóhannesson sem þjálfara núna, en hann tók við þegar Heimir Guðjónsson var látinn fara fyrr á tímabilinu. Ólafur er með samning út tímabilið.
Verði af því að Heimir fari til Vals mun hann hitta þar fyrir Eyjakonuna Elísu Viðarsdóttur sem hefur spilað með Val síðan hún kom heim úr atvinnumennsku erlendis.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst