Í dag, laugardag fer fram Heimsmeistaramótið í tennisgolfi í Vestmannaeyjum. Mótið er haldið í annað sinn í Eyjum en fyrst var það haldið 2009. 25 keppendur munu etja kappi og keppa um sjálfan heimsmeistaratitilinn í tennisgolfi. Forkeppnin mun fara fram á Stakkó en úrslitakeppnin á nýjum brautum í Herjólfsdal.