Á Laugardaginn verður haldið Heimsmeistaramótið í Tennisgolfi hér í Vestmannaeyjum. �?etta verður fjórða Heimsmeistaramótið en mótið hefur verið haldið á tveggja ára fresti síðan 2009. Fyrirkomulagið í ár verður með hefðbundnu sniði ásamt nokkrum nýjungum.
Keppni hefst klukkan 14:00 laugardaginn 29. ágúst á bak við Bókasafn Vestmannaeyja og munu þá allir keppendur fara Stakkófolann réttsælis og rangsælis. Keppt verður í fimm manna riðlum. Eftir forkeppni munu tíu efstu keppendurnir komast áfram í undanúrslit þar sem keppt verður í tveim riðlum. 5 efstu keppendurnir úr þeim tveim riðlum munu svo keppa til úrslita en öll úrslitakeppnin fer fram í Herjólfsdal.
Í ár verður boðið upp á nýjung í keppni en á milli riðla mun fólk geta spreytt sig á hinum ýmsu hæfileikum sem tengjast Tennisgolfi og verða keppnir í nokkrum greinum á svæðinu eins og hittni. Sigurvegarar í þeim greinum munu hljóta verðlaun á verðlaunaafhendingunni um kvöldið sem mun fara fram í hjá Viking Tours.
Skráning á Heimsmeistaramótið hefur verið góð og hafa miklir Kappar og Keppur nú skráð sig til leiks þar á meðal allir fyrrum Heimsmeistarar. Enn eru laus pláss og því enn opið fyrir skráningu á mótið.