Heimsmeistaramótið í tennisgolfi fer nú fram í Vestmannaeyjum en keppendurnir, sem voru 27 talsins og af báðum kynjum, hófu keppni klukkan 14:00 eftir veglega setningarathöfn. Í tennisgolfi slá keppendur tennisbolta með golfkylfum en fá auk þess eitt högg á hverri braut með tennisspaða. Brautin í forkeppninni lá í gegnum Stakkagerðistún í miðbæ Vestmannaeyja en úrslitin fara fram á nýhannaðri braut í Herjólfsdal.