„Þegar ég kom úr tuðruferð í gærkvöldi var þessi prammi/skip kominn að bryggju,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar á FB-síðu sinn fyrir skömmu.
„Mér fannst ég eitthvað kannast við þetta – og enn frekar þegar ég sá nafnið – Henry P. Lading. Þetta skip sá ég síðast einmitt í júlí 1968. Þá var ég 14 ára og það kom færandi ”hendi” með fyrstu vatnslögnina frá landi til Eyja. Nú á að nota það til að gera við rafmagnsleiðsluna milli lands og Eyja. Og jú, þetta er sami pramminn – smíðaður 1930. Góð ending!“ segir Páll og myndin er hans.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst