Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk var haldin í Vík í síðustu viku. GRV sendi þrjá keppendur og það má segja að skólinn hafi staðið uppi sem sigurvegari því nemendur hans hrepptu bæði 1. og 3. sætið í keppninni. Herborg Sindradóttir var í 1. sæti og Jón Grétar Jónasson í 3. sæti. Sara Dröfn Ríkarðsdóttir tók einnig þátt fyrir hönd skólans og stóð sig virkilega vel. Herborg Sindradóttir er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Herborg Sindradóttir.
Fæðingardagur: 12.október 2005.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Mamma mín er Ragnheiður Borgþórsdóttir, pabbi minn er Sindri �?skarsson. Systkini mín eru Silja Elsabet, �?skar Alex, Guðbjörg Sól og Teitur.
Uppáhalds vefsíða: �?g á enga uppáhalds vefsíðu.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Pepp tónlist, hröð og stuð. Eins og t.d. Al Pacino.
Aðaláhugamál: Fimleikar og passa börn.
Uppáhalds app: Snapchat og Instagram.
Hvað óttastu: Að eitthvað slæmt komi fyrir fjölskyldu og vini mína.
Mottó í lífinu: Að gera allt eins vel og ég get.
Apple eða Android: Apple.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: �?g myndi vilja grínast með �?skari afa einu sinni enn.
Hvaða bók lastu síðast: Hjarta í molum.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Sigurbjörg Jóna fimleikaþjálfarinn minn er uppáhalds íþróttamaðurinn minn. Upphalds félögin mín eru auðvitað ÍBV og Fimleikafélagið Rán.
Ertu hjátrúarfull: Nei.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Já fimleika.
Uppáhaldssjónvarpsefni: �?g hef gaman af arkitektúr og hönnun heimila. �?ess vegna er �??Heimsókn�?� einn af mínum uppáhaldsþáttum.
Var gaman að taka þátt í keppninni: Já já það var bara fínt, heilmikill lærdómur í æfingunum fyrir keppnina.
Áttir þú von á því að vinna: Já alveg eins og allir hinir þátttakendurnir.
Hvernig verður maður góður í upplestri og hvaða eiginleika þarf maður að hafa: Bara með því að æfa sig eins og í öllu öðru. Við fengum mikla æfingu í skólanum. �?g held maður þurfi bara að trúa á sjálfan sig eins og í öllu öðru sem maður gerir.