�?að fellur fátt með Vestmannaeyingum í samgöngumálum þessa mánuðina. Herjólfur var einar fjórar vikur í slipp í vor og nú er ljóst að hann verður að minnsta kosti 19 daga frá eftir miðjan september. Í gær var í bæjarráði greint frá erindi frá Vegagerðinni í síðustu viku vegna fyrirspurnar bæjarstjóra en þar kemur fram að þegar Herjólfur var í slipp í maí sl. hafi komið óvænt í ljós skemmdir á tannhjólum í stjórnborðs niðurfærslugír skipsins.
�?ar af leiðandi þarf skipið að fara aftur í slipp á haustdögum, nánar tiltekið eftir miðjan september. Áætlað er að viðgerð taki 19 daga. Bæjarráð lýsti yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp vegna fyrirhugaðs viðhalds sem liggur fyrir að Herjólfur þurfi að fara í á haustdögum.
Bæjarráð gerir þá kröfu til Vegagerðarinnar að hún tryggi að samgöngur verði greiðar til Vestmannaeyja á viðgerðartímanum í fjarveru Herjólfs, hvort sem siglt verði frá Landeyjahöfn eða �?orlákshöfn. Einnig er gerð sú krafa að þjónustuþegar séu upplýstir tímanlega um stöðu mála, þ.e. hvernig siglingum verði háttað milli lands og Eyja.