Vegna bilunar um borð í Herjólfi þarf því miður að fella niður tvær síðustu ferðir Herjólfs í dag, fimmtudag á meðan unnið verður að viðgerð. Ferðir sem falla niður eru: Frá Vestmannaeyjum klukkan 18:30 og 21:00 og frá Landeyjahöfn klukkan 19:45 og 22:00.
Farþegar sem eiga bókað í þessar ferðir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í síma 481-2800 til að færa sig í aðrar ferðir þar sem er laust pláss eða fá endurgreitt. Við gerum okkur grein fyrir þeim óþægindum sem þetta kann að valda og biðjumst velvirðingar á því.