Herjólfur siglir til Landeyjahafnar síðdegis í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum klukkan 16:00 og 21:00 og frá Landeyjahöfn klukkan 17:10 og 22:00. Ekki verður siglt frá Eyjum kl. 18.45 og Landeyjum kl. 19:45 vegna sjávarstöðu á þeim tíma.
Farþegar sem eiga bókað frá Vestmannaeyjum kl. 15:30 og frá �?orlákshöfn kl. 19:15 færast í ferðir til/frá Landeyjahöfn kl. 16:00 og 17:10, segir í tilkynningu frá Herjólfi.
Aðrar ferðir færast ekki. Farþegar sem eiga bókað í aðrar ferðir verða að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í síma 481-2800 og láta færa sig í aðrar lausar ferðir.
Farþegar eru vinsamlegast beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, á facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í textavarpi RUV. Nánari upplýsingar í síma 481-2800.