Herjólfur kom til Eyja síðdegis í gær eftir viðhaldsframkvæmdir í Danmörku. Skipið hefur siglingar milli lands og Eyja á ný en Breiðafjarðarferjan Baldur sigldi vestur í gærkvöldi. Það er kaldhæðið að um leið og Baldur fer og nýr og endurbættur Herjólfur tekur við, þá þurfi að sigla til Þorlákshafnar en Herjólfur mun sigla þangað út vikuna samkvæmt tilkynningu frá Eimskip.