Stöðugleikaugginn á Herjólfi, sá er skemmdist við bryggju í Eyjum fyrir nokkrum vikum, er kominn í lag. Í gær fór Herjólfur einungis fyrri ferðina til Þorlákshafnar. Var því seinniparturinn í gær, notaður til að laga það sem skemmdist í stýringum á ugganum. Siglir Herjólfur því nú á báðum uggum, og er það samdóma álit að skipið sé ólíkt rólegra í veltingi.