Tafir hafa orðið á viðhaldi Herjólfs í slippnum á Akureyri. Hann kemst því ekki í áætlunarsiglingar milli Eyja og Þorlákshafnar fyrr en kl. 8.15 á laugardagsmorgun. Skv. heimildum eyjafretta, er töfin tilkomin vegna rangra varahluta í veltiugga skipsins.