Herjólfur mun sigla að minnsta kosti fyrstu ferð sunnudagsins næstkomandi til Þorlákshafnar. Það er gert þar sem spá um ölduhæð á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er ekki hagstæð. Ákvörðun með framhaldið verður tekin þegar nær líður en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip, rekstraraðila Herjólfs.