Herjólfur er kominn úr þurrkví og viðgerð virðist því vera lokið. Skipið hefur verið í þurrkví í Hafnarfirði í tvær vikur eftir að hafa lent í öðrum af tveimur hafnargörðum Landeyjahafnar. Við áreksturinn brotnaði eitt af fjórum skrúfublöðum af annarri skrúfu skipsins og hin þrjú skemmdust. Samkvæmt tilkynningu frá Herjólfi í morgun, er áætlað að sigla með farþega frá Þorlákshöfn í kvöld klukkan 19:15.