Fyrliðinn Luke Young, framherjinn Darren Bent og miðjumaðurinn Andy Reid eru allir meiddir og þá tekur varnarmaðurinn Talal El Karkouri út leikbann.
Tölfræðin er ekki með Charlton þegar litið er á leiki liðsins gegn Manchester United. Manchester-liðið hefur unnið níu síðustu viðureignir liðanna í úrvalsdeildinni og fara þarf allt aftur til ársins 1989 til að finna sigur Charlton á United en Lundúnarliðið fagnaði 2:0 sigri á The Valley. 21 ár er liðin frá því Charlton fagnaði síðast sigri á Old Trafford en 1986 sigraði Charlton, 1:0, með marki frá Mark Stuart.
www.mbl.is greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst