Hermann gengur til liðs við Portsmouth
25. maí, 2007

Hermann gekkst undir læknisskoðun hjá félaginu í gærkvöld og verður kynntur til sögunnar í höfuðstöðvum
félagsins á Fratton Park í dag.

�?Hermann skrifaði undir tveggja ára samning og það er mikill hugur í forráðamönnum Portsmouth fyrir næstu leiktíð. Harry Redknapp hefur lengi haft augastað á Hermanni og málið er í höfn,�? sagði �?lafur Garðarsson umboðsmaðurHermanns í gær við Morgunblaðið sem ekki náði í landsliðsmanninn þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir.

Hermann mun flytjast búferlum frá London til Portsmouth með fjölskyldu sína á næstu misserum. Hermann hefur leikið með Charlton frá árinu 2003 og var samningsbundinn liðinu til 2009 en hann var með ákvæði í samningi sínum um að geta verið laus allra mála ef Charlton félli úr úrvalsdeildinni sem varðniðurstaðan.
Nánar í íþróttakálfi Morgunblaðsins.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst