Hermann lék 400. deildaleikinn
23. apríl, 2007

Hermann var mjög tæpur vegna meiðsla og var því á meðal varamanna Charlton en kom inná á 70. mínútu, mínútu eftir að Jon Stead hafði jafnað metin fyrir Sheffield United.

�?etta er aðeins í 9. skipti í þessum 400 leikjum sem Hermann kemur inná sem varamaður en hann hefur 391 sinni verið í byrjunarliði.

Hermann lék fyrst 66 leiki með ÍBV (1993-1997), þá 37 leiki með Crystal Palace (1997-98), 41 með Brentford (1998-99), 25 með Wimbledon (1999-2000), 102 með Ipswich (2000-2003) og nú 129 með Charlton. Hann kom 5 sinnum inná sem varamaður með Palace, tvisvar með ÍBV, einu sinni með Ipswich, og nú í fyrsta skipti með Charlton.

�?eir tíu sem hafa áður náð þessum áfanga eru Arnór Guðjohnsen, sem er langhæstur með 523 leiki, Ásgeir Sigurvinsson, Guðni Bergsson, Atli Eðvaldsson, Rúnar Kristinsson, Lárus Orri Sigurðsson, Helgi Kolviðsson, Eyjólfur Sverrisson, Mark Duffield og Ívar Ingimarsson. Mark er sá eini sem hefur spilað alla leikina með íslenskum liðum.

www.mbl.is greindi frá.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst