Eiður Smári Guðjohnsen er í 22ja manna landsliðshópi í knattspyrnu sem Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti nú í hádeginu fyrir EM-leikina gegn Spáni og Norður-Írlandi sem fara fram 8. og 12. september. Eiður Smári er meiddur og ekki var talið að hann myndi spila leikina. Tveir nýliðar eru í hópnum, FH-ingarnir Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Sverrir Garðarsson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst