Hermann og James taka ekki við Portsmouth
6. desember, 2013
Draumur Hermanns Hreiðarssonar um að gerast knattspyrnustjóri mun ekki rætast, allavega ekki strax. �?ett kemur fram á vefsíðunni portsmouth.co.uk. Hermann og David James, sem þjálfuðu ÍBV saman í sumar, höfðu áhuga á að taka við Portsmouth sem leikur í ensku D-deildinni en þeir urðu bikarmeistarar sem leikmenn liðsins 2008. Stjórn félagsins boðaði Hermann og James á fund en þeim fundi var svo frestað. Hringt var í Hermann og honum sagt að eyða tíma sínum ekki í að fljúga frá Íslandi, félagið hefði ákveðið að leita annað.
�??Portsmouth hefði verið frábær staður fyrir okkur til að byrja. �?að gekk vel hjá ÍBV og við vildum halda því samstarfi áfram. Við vorum á leið í viðtal en svo fékk ég símtal og það var komið heiðarlega fram,” segir Hermann.
�??�?g sætti mig við þá ákvörðun að félagið ætli að leita annað. �?egar ég yfirgaf Pompey sagði ég að ég vildi koma til baka og vera hluti af þessu félagi. �?að gæti gerst í framtíðinni. Kannski kemur betri tímapunktur síðar.”
Haft er eftir Hermanni að hann vilji starfa sem knattspyrnustjóri og vilji fá starf á Englandi sem fyrst.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst