Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk rauða spjaldið eftir 40 mínútna leik þegar lið hans, Portsmouth, tapaði fyrir Manchester City, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Hermann á því leikbann yfir höfði sér, líklega þriggja leikja, og yrði þá ekki með í þeim þremur leikjum sem liðið á eftir í úrvalsdeildinni, en nær samkvæmt því úrslitaleiknum gegn Cardiff í bikarkeppninni þann 17. maí.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst