Hermann Hreiðarsson verður með Portsmouth í nágrannaslagnum á móti Southampton í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í dag. Hermann hefur ekkert getað leikið með liði sínu síðan hann meiddist eftir aðeins 27 mínútur á móti Manchester City 31. janúar síðastliðinn. Hermann er hins vegar orðinn góður af meiðslunum og tilbúinn í nýtt bikarævintýri með Portsmouth.