„Ég fékk tilboð í hendurnar frá félaginu um helgina og ég er svona að vega það og meta í rólegheitunum og reikna með að setjast niður með mönnum frá félaginu á næstu dögum. Minn fyrsti kostur er að vera hér áfram og ég er bara bjartsýnn á að svo verði,“ sagði Hermann Hreiðarsson leikmaður enska 1. deildarliðsins Portsmouth í samtali við Morgunblaðið í gær.