Eyjamaðurinn Hermann Hreiðarsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu, lék í fyrsta sinn opinberan leik með félaginu um helgina í heil fimmtán ár. ÍBV lék fyrstu tvo leiki sína í Íslandsmótinu í Futsal, annarsvegar gegn Aftureldingu og hins vegar gegn Þrótti. ÍBV vann báða leikina, 6:0 gegn Þrótti og 9:6 gegn Aftureldingu en seinni tveir leikir riðilsins fara fram í Mosfellsbæ í desember.