�?stöðugleiki er óæskilegur
Á morgun laugardaginn 28. október ganga Íslendingar til kosninga. �?ær báru að mun fyrr en áætlað var og er það að mörgu leyti miður, fyrst og fremst fyrir þann stjórnarfarslega stöðugleika sem nauðsynlegur er þessu framsækna og brautryðjandi landi sem Ísland sannarlega er. Slíkur óstöðugleiki skapar óvissu og neikvæð viðhorf m.a. fyrir erlend fyrirtæki sem íhuga fjárfestingar á Íslandi, fyrir atvinnumarkaðinn sem heldur að sér höndum þegar efnahagsleg framtíð og þá sérstaklega skattaumhverfi er óráðið og ekki síst fyrir almenning sem vafalaust hefur takmarkað úthald fyrir þeirri umfjöllun, fréttaflutningi og gjarnan hatrammri og neikvæðu umræðu sem því miður er oft fylgifiskur kosninga.
�?g treysti stefnu Sjálfstæðisflokksins
�?g er búin að nýta minn lýðræðislega rétt til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga og hikaði hvergi við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. �?að gerði ég eftir vandlega íhugun. Margt þarf vissulega að betrumbæta í okkar nærsamfélagi hér í Vestmannaeyjum en þá er mér nærtækast að hugsa til þess að ekki sé enn starfrækt skurðstofa í Vestmannaeyjum og að samgöngur séu í þeim farvegi sem þær hafa verið undanfarna mánuði. Slíkt er óásættanlegt með öllu. �?rátt fyrir það hefur frelsisstefna Sjálfstæðisflokksins með áherslu á jöfn tækifæri fyrir alla og lágar álögur skapað grundvöll fyrir vaxandi hagsæld, aukinn kaupmátt, minnkandi atvinnuleysi, aukið jafnrétti og skapað aðstæður sem fjölmörg ríki horfa öfundaraugum til.
Séreignarsparnaðarleiðin og verulega aukin framlög til heilbrigðismála
Aðgerðir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur innleitt og almenningur finnur vel fyrir eru t.d. séreignarsparnaðarleiðin þar sem fólk getur nýtt skattaafslátt og greitt séreignarsparnað sinn beint inn á höfuðstól húsnæðisláns eða safnað fyrir útborgun húsnæðis. Slíkt hefur mikil áhrif annars vegar á mánaðarlegar afborganir af húsnæðislánum sem skilar sér í auknum kaupmætti heimila og auðveldar hins vegar fólki að festa kaup á sinni fyrstu eign sem reynist fjölmörgum mjög erfitt miðað við ástand á húsnæðismarkaðnum í dag. Í öðru lagi var nýtt greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslans tekið í notkun í maí síðastliðnum þar sem stóraukin framlög voru tryggð í heilbrigðiskerfið. Fólk þarf í dag að greiða mun minna fyrir þá þjónustu sem það þarf að nýta sér innan heilbrigðiskerfisins en áður, t.d. eins og ég þekki sjálf í sjúkraþjálfun og leiðir það af sér að fólk veigrar sér síður við leita sér þjónustu, sem það sækir þá jafnvel fyrr en ella, en snemmtæk inngrip eru lykillinn að skjótum bata sem leiðir af sér minni afleiddan kostnað fyrir hagkerfið.
Berum virðingu fyrir lýðræðinu, kjósum.
Mergur málsins verður samt sem áður alltaf þessi, mættu á kjörstað, skilaðu atkvæði eftir þinni eigin hjartans sannfæringu og hafðu áhrif. Berum virðingu fyrir lýðræðinu sem svo margir hafa barist fyrir og jafnvel látið lífið fyrir að reyna að öðlast. Kjóstu!
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Sjúkraþjálfari