Í ljósi mikilli viðbragða við tilfinningaríku viðtali við sigurvegAra íslensku söngvakeppninnar er ljóst að grátur er af mörgum misskilið fyrirbæri. Grátur er ekki merki um veikleika, kvenleika né barnaskap. Grátur er eðlilegt lífeðlisfræðilegt viðbragð við ýmsu líkamlegu og andlegu áreiti. Grátur getur verið viðbragð vegna sársauka, hvort sem er af líkamlegum eða andlegum meiði. Grátur getur verið viðbragð vegna gífurlegrar gleði og geðshræringar. Sjálf hef ég grátið, m.a. við stór íþróttaafrek í Íslandssögunni, þegar íslensk kona var kjörin ungfrú Heimur og nú síðasta föstudagskvöld grét ég yfir stórkostlegri sýningu á söngleiknum Ellý í Borgarleikhúsinu.
Lífeðlisfræði gráts
Í rauninni er hægt að skipta gráti í þrennt, grunntár sem eru tárin sem myndast stöðugt og halda raka á augunum okkar, viðbragðstár sem myndast þegar framandi hlutir eða lykt kemur að augum (t.d. laukur) og sálræn tár sem koma sem viðbragð við sterkum tilfinningum og fjallað er um hér á eftir.
Sterkar tilfinningar á borð við sorg, reiði, streitu og jafnvel yfirþyrmandi hamingju túlkar líkaminn sem merki um hættu. Í slíkum aðstæðum sendir mandlan, svæði í heilanum sem stjórnar úrvinnslu tilfinninga, boð til undirstúkunnar, kirtils á stærð við baun í heilanum sem er tengdur ósjálfráða taugakerfi líkamans. �?sjálfráða taugakerfið stjórnar viðbrögðum sem þú hefur ekki sjálf/ur stjórn á, á borð við líkamshita, hungur, þorsta og jú grát. �?sjálfráða taugakerfið kveikir á sympatíska taugakerfinu og baráttu- og flóttaviðbragðinu (e. fight or flight). Við þessi viðbrögð getur fólk fundið fyrir auknum hjartslætti, skjálfta, kökk í hálsi o.fl. �?essar tilfinningar verða til þess að undirstúkan framleiðir efnaboðið asetýlkólín sem binst viðtökum í heilanum sem sendir boð til tárakirtlanna sem seyta svo vökva = tárum.
Áhrif grátsins
�?róunarsálfræðingar vilja jafnvel meina að þessi líffræðilegi eiginleiki okkar sé ákveðin leið til að láta aðra vita betur hvernig okkur líður og eiga þá betri möguleika á að fá hjálp, þ.e.a.s. þegar viðbragðið orsakast af neikvæðum tilfinningum. Einnig hafa tárin ákveðinn verndareiginleika, þ.e.a.s. hjúpa augað við hættulegar aðstæður. �?egar þú ert við það að fara að gráta þá gæti fyrsta viðbragð þitt verið að reyna að halda aftur af tárunum. En að leyfa þeim að flæða gæti verið skynsamlegri ákvörðun. Að tárast sendir boð til heilans um að losa endorfín sem kallast leucine-enkephalín sem hefur jákvæð áhrif á skapgerð og getur veitt ákveðinn létti. �?að er náttúrulegt, eðlilegt og gott að gráta, allir gráta.
“;”éggrætlíka