Hitalagnir undir Hásteinsvöll - Gerum betur!
eftir Hörð Orra Grettisson
21. desember, 2024
Hörður Orri Grettisson. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Það er mat ÍBV og allra fagaðila að nauðsynlegt sé að koma hitalögnum undir Hásteinsvöll um leið og lagt verður á hann gervigras, sem síðar verða nýttar í upphitun vallarins. Framkvæmdin er þannig að hitalagnir verða ekki settar undir völlinn eftir á. Upphitun er lykilatriði til að hámarka nýtingu vallarins yfir vetrarmánuðina og til lágmarka bæði slysahættu og slit á gervigrasinu.

Ákvörðun bæjaryfirvalda

Í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs frá 18. desember kemur fram að bæjarstjórn Vestmannaeyja hafi tekið ákvörðun um að leggja ekki hitalagnir undir Hásteinsvöll. Ástæðan er sá mikli kostnaður sem fylgir rekstri á slíku kerfi.

Kostnaðarmat bæjaryfirvalda

Samkvæmt minnisblaði frá bæjaryfirvöldum er áætlað að rekstrarkostnaður við hitalagnakerfi undir Hásteinsvelli nemi 60 milljónum króna fyrir fjögurra mánaða tímabil, þ.e. frá desember til mars. Þessi kostnaðaráætlun miðast við vatnsnotkun upp á 124.751 rúmmetra og að verð á rúmmetra í Vestmannaeyjum ca. 470 krónur.

Samanburður við Víking Reykjavík

Þegar litið er til raun vatnsnotkunar hjá Víkingi Reykjavík við upphitun á Víkingsvelli kemur í ljós að sá völlur notaði  37.142 rúmmetra frá desember til mars. Það er rúmlega 87.000 rúmmetrum minna en bæjaryfirvöld reikna með að notkunin verði á Hásteinsvelli.

Ef raunnotkunin á Hásteinsvelli væri sú sama og hjá Víkingi Reykjavík og miðað væri við verð á rúmmetra í Vestmannaeyjum, er áætlaður rekstrarkostnaður fyrir fjóra mánuði 17,5 milljónir króna, sem er töluvert lægri upphæð en hin áætlaða 60 milljón króna kostnaður bæjaryfirvalda.

Hitastig í Vestmannaeyjum

Mælingar á hitastigi segja jafnframt að meðalhitastig í Vestmannaeyjum sé hærra en í Reykjavík. Það gefur til kynna að vatnsnotkun fyrir hitakerfi á Hásteinsvelli yrði enn lægri en hjá Víkingi Reykjavík að meðaltali á ári hverju.

Í minnisblaði bæjaryfirvalda kemur fram að með því að setja gervigras á Hásteinsvöll þá mun völlurinn nýtast sem æfinga- og keppnisaðstaða í um 10-11 mánuði á ári, afhverju er þá rekstrarkostnaður við upphitun miðaður við fjóra mánuði? Væri ekki eðlilegra að miða hann við 1-2 mánuði?

Hvatning til bæjaryfirvalda

Bæjarstjórn byggir ákvörðun sína um að leggja ekki hitalagnir undir Hásteinsvöll á röngum forsendum og þar af leiðandi eru upphæðir um áætlaðan rekstrarkostnað sem ákvörðunin byggir á rangar.

ÍBV hvetur því alla bæjarfulltrúa, þá sem starfa í ráðum og nefndum á vegum bæjarins og aðra sem að ákvörðuninni standa til að kynna sér málið betur og spyrja spurninga, spurninga sem bæjaryfirvöld hefðu auðvitað átt að fá svör við áður en ákvörðunin var tekin.

Spurningarnar gætu til dæmis verið : Eru þær forsendur sem verið er að gefa sér réttar? Eru aðrar leiðir færar? Er gert ráð fyrir lokuðu kerfi? Hver er hagkvæmasti varmagjafinn? Er það fjarvarmaveitan? Gæti það verið rafskautaketill? Er slökkt á kerfinu þegar hitastig er yfir núll gráður eins og er gert í Reykjavík til að lækka rekstrarkostnað? Er hagkvæmara að hita upp hálfan völlinn yfir allra kaldasta tímann eins og þekkist á öðrum völlum til að lækka rekstrarkostnað?

Að lokum

Við sem búum i Vestmannaeyjum vitum að það er hvergi betra að vera. Vestmannaeyjabær er samfélag sem á ekki að gefa öðrum samfélögum neitt eftir í aðbúnaði við bæjarbúa og umgjörð. Markmiðið með lagningu á gervigrasi á Hásteinsvöll á að vera að í Vestmannaeyjum sé heils árs æfinga- og keppnisaðstaða fyrir iðkendur í knattspyrnu. Ekki er hægt að tala um heils árs aðstöðu ef völlurinn er ekki nýtanlegur í einn, tvo eða þrjá mánuði á ári. Þessi framkvæmd á að vera skref í átt að því að færa aðstöðu og aðbúnað ÍBV nær þeirri aðstöðu sem þekkist hvað víðast annarsstaðar á landinu.

Förum alla leið, setjum hitalagnir undir Hásteinsvöll núna og finnum svo út hagkvæmustu lausnina til að halda rekstrarkostnaði í lágmarki við að hita upp völlinn.

 

Hörður Orri Grettisson

Höfundur er formaður ÍBV-íþróttafélags.

Greinin birtist fyrst á heimasíðu ÍBV íþróttafélags.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst