Fótbolti.net fer reglulega í heimsóknir til liða í neðri deildunum og kannar stemmninguna þar. Í morgun birtist viðtal við Hjalta Kristjánsson, þjálfara og aðalmann KFS en Hjalti hefur stjórnað liðinu lengur en elstu menn muna, líkt og átrúnaðargoðið, Alex Ferguson hjá Manchester United. Hjalti segir stemmninguna góða og bætir við að hann sé ósáttur við spá sem vefurinn birti en þar var KFS spáð 7. sæti í A-riðli af sérfræðingum. Viðtalið við Hjalta má sjá hér að neðan.