Hjólað í vinnuna
6. maí, 2015
Íþrótta- og �?lympíusamband Íslands, stendur fyrir heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna í þrettánda sinn dagana 6. – 26. maí. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Landsmenn hafa tekið Hjólað í vinnuna vel og hefur orðin mikil aukning þátttakanda á milli ára.
Á meðan að verkefninu stendur eru leikir í gangi. �?egar þátttakendur skrá sig til leiks eiga þeir möguleika á því að verða dregnir út í skráningarleik í Popplandi á Rás 2. �?ar verða dregnir út glæsilegir vinningar frá Erninum. �?ann 26. maí verður svo dregið út hjól að verðmæti 100.000kr.
�?átttakendur eru hvattir til að taka skemmtilegar myndir af þátttöku sinni í verkefninu og merkja myndina með #hjoladivinnuna. Með því gætu þátttakendur unnið snertilaust kreditkort með 25.000kr inneign frá Valitor.
Kaffitjöldin verða á sínum stað en þó með breyttu fyrirkomulagi. Kaffitjöldin verða 11.,12.,13., 19. og 20. maí og verður eitt tjald uppi hvern dag en ekki 5 eins og verið hefur. Sjá má staðsetningu þeirra inn á hjoladivinnuna.is
Valitor er aðalstyrktaraðili Íþrótta- og �?lympíusambands Íslands vegna Hjólað í vinnuna.
Aðrir samstarfsaðilar eru: Rás 2, Advania, Umhverfissvið Reykjarvíkurborgar, �?rninn, Hjólreiðasamband Íslands, Landssamtök hjólreiðamanna, Hjólafærni á Íslandsi, Kaffitár, �?lgerðin og Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Inga Viggósdóttir, sviðstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ í síma s: 868-8018 eða sigridur@isi.is
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst