Sigurður Hjörtur Kristjánsson lyflæknir hjá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur verið skipaður í stöðu framkvæmdastjóra lækninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands frá 1. janúar 2015 til 5 ára. �?essar tvær heilbrigðisstofnanir sameinast um áramótin.
Sigurður Hjörtur er fæddur árið 1968. Hann lauk prófi frá læknadeild Háskóla íslands árið 1993 og hlaut almennt lækningaleyfi að loknu kandídatsári haustið 1994. Stundaði sérnám á Íslandi og í Noregi og hlaut sérfræðiviðurkenningu í lyflækningum árið 2000 og sérfræðiviðurkenningu í hjartalækningum árið 2005. Hann hefur sótt símenntun á ýmsum ráðstefnum á sérsviðinu.
Sigurður Hjörtur hefur víðtæka reynslu sem sérfræðilæknir í lyf- og hjartalækningum, ásamt reynslu af rannsóknum og stjórnun á sviði lækninga. Hann flutti aftur til Íslands frá Noregi árið 2001 og hóf þá störf sem yfirlæknir við lyflækningasvið Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum (HSVe). �?ar starfað hann með hléum við þá stofnun. Á árunum 2009 til 2010 fékk hann ársleyfi frá HSVE og réði sig á því tímabili til starfa sem sérfræðingur við sjúkrahúsið í Whangarei á Nýja-Sjálandi. Sigurður Hjörtur hefur jafnframt verið sjálfstætt starfandi sérfræðingur á árunum 2011-2014 samhliða hlutastarfi við HSVE. Hann hefur einnig starfað við afleysingar á ýmsum sjúkrastofnunum á Íslandi og á Norðurlöndum. Frá ágústmánuði 2014 hefur Sigurður Hjörtur starfað sem framkvæmdastjóri lækninga við HSVE.