Hjúkrunarforstjóri dvalarheimilisins Hraunbúða í Vestmannaeyjum hefur verið kærður til lögreglu vegna rökstudds gruns um fjárdrátt. �?etta staðfestir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. Segir hann að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli forstjórans og yfirmanna hans og fyrir vikið hafi hann látið af störfum.
�??Við vinnum þetta mál eins og við best getum og reynum að hafa í heiðri að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. �?etta er auðvitað stór vinnustaður og fólk sem á þarna heima. Fyrir utan það að þetta eru að sjálfsögðu erfiðir tímar fyrir viðkomandi einstakling. �?annig að við reynum að vanda okkur sem mest við getum og tjá okkur sem minnst um málið.�??
Málið sé einfaldlega í rannsókn lögreglu. Ríkisútvarpið fjallaði fyrst um málið.