Hið árlega Vestmannaeyjahlaup, sem haldið hefur verið frá árinu 2011, mun fara fram 2. september næstkomandi. Að vanda eru þrjár leiðir í boði, 5, 10 og 21 km og hefst sameiginleg upphitun fyrir styttri vegalengdirnar kl. 11:30 fyrir utan Íþróttamiðstöðina. 5 og 10 km hlaupin hefjast síðan á slaginu 12:00 en þátttakendur í hálf maraþoni leggja af stað hálftíma á undan eða í þann mund sem aðrir þátttakendur byrja að hita upp.
Líkt og fyrri ár þá er aðalmarkmið hlaupsins ekki að slá heimsmet í vegalengdunum sem um ræðir heldur að fá sem flesta til að taka þátt. �?aulreyndir maraþonhlauparar sem nánast svífa um í litskrúðugum 295 gramma Nike Air Zoom Pegasus 34 Mo Farah hlaupaskóm eiga ekkert meira erindi í hlaupið en hin hefðbundna sófakartafla sem kannski dregur fram gömlu hlaupaskóna einu sinni á ári.
Frítt er í Herjólf fyrir einstaklinga (ekki bíla) fram og til baka (100 frímiðar í boði). Ferðirnar fyrir hlaupara eru kl. 9:45 frá Landeyjahöfn og kl. 18:30 frá Vestmannaeyjum. Listi með nöfnum þeirra sem panta Herjólfsferð verður í Landeyjahöfn og í Eyjum þannig að nóg er að sýna skilríki til að komast í ferðina. Forskráning er hér á hlaup.is. Hægt verður að skrá sig samdægurs í Íþróttamiðstöðinni til kl. 11. Keppnisnúmer og gögn eru afhent kl. 18-20 föstudagskvöldið 1. sept. �?átttökugjald í 5 km hlaupið eru 1000 kr. en 2000 kr. í bæði 10 og 21 km hlaup. Í fyrra tóku 150 manns þátt og er stefnan að gera betur í ár og fá 180.
Eyjafréttir hvetja alla til þess að dusta rykið af hlaupaskónum, taka þátt í þessu vinsælasta götuhlaupi sem í boði er á Íslandi og í leiðinni styrkja gott málefni en að þessu sinni mun ágóðinn renna til Hollvinasamtaka Hraunbúða.