Samkvæmt lögreglu fór skemmtanahald Sjómannadagshelgarinnar ágætlega fram og lítið um útköll um helgina. Þó var lögregla köllu út í nótt að Ráðhúströð en tilkynnt var um fjóra nakta karlmenn sem voru á hlaupum við Ráðhús Vestmannaeyja. Lögreglan náði tali af þeim þar sem þeir voru komnir í húsaskjól og gáfu þá skýringu að þeir hafi manað hvorn annan upp í að hlaupa naktir í svokölluðum drykkjuleik. Var þeim gert grein fyrir að svona hegðun væri ekki samkvæmt velsæmi.