Hlynur Andrésson bætti Íslandsmetið í 5000 m hlaupi þegar hann hljóp á tímanum 14:00,83 mín. á Stanford boðsmótinu í frjálsum íþróttum í Kaliforníu í Bandaríkjunum á dögunum. Íslandsmetið sem Hlynur sló var áður í eigu Kára Steins Karlssonar en metið setti Kári Steinn á sama stað 26. mars 2010 þegar hann hljóp á 14:01,99 mín.
Hlynur hefur byrjað utanhúss tímabilið vel en um þar síðustu helgi bætti hann sig í 1500 m hlaupi á Releigh Relays í Norður Karólínu í Bandaríkjunum. �?ar hljóp hann á 3:49,19 mín og kom fyrstur í mark, nærri tveimur sekúndum á undan næsta manni. Með þessum tíma komst Hlynur upp í 6. sæti yfir bestu tíma Íslandssögunnar í vegalengdinni, upp fyrir þá Kári Stein Karlsson, Svein Margeirsson og Guðmund Sigurðsson, en aðeins fimm íslenskir hlauparar hafa náð að hlaupa 1500 metrana á undir 3:50,00 mínútum. Besta tímann á Jón Diðriksson en hann fór vegalengdina á 3:41,65 mín. 31. maí 1982.