�?rátt fyrir mokfiskirí í bolfiski er hljóðið þungt í fiskvinnslunni og dæmi eru um fyrirtæki hafi ekki farið af stað eftir að sjómannaverkfalli lauk 19. febrúar. �?að hafði þá staðið í tíu vikur. Margt spilar inn í, m.a. hátt gengi krónunnar, verðlækkun á fiski og fyrirtækin hafa ekki náð fyrri sessi með vörur sínar á mörkuðum og í verslunum.
�??Við höfum síðustu mánuði róið lífróður til að halda skútunni á floti eins og væntanlega flestir bolfiskframleiðendur,�?? segir Einar Bjarnason, fjármálastjóri Godthaab sem eingöngu rekur fiskvinnslu. �??Endalaus styrking krónunnar, miklar launahækkanir og háir vextir eru þær aðstæður sem við höfum glímt við undanfarna mánuði og ekki hjálpaði til tíu vikna sjómannaverkfall um síðustu áramót,�?? bætti Einar við.
Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins tekur í sama streng. �??Staðan er erfið hjá okkur eins og öðrum í bolfiski,�?? segir Stefán. Verkfallið, verðlækkun á afurðum, sterk króna og innlendar hækkanir hafa mikil áhrif. Á sama tíma tala sumir stjórnmálamenn um að auka enn frekar á óvissuna með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu og sumir ganga jafnvel svo langt að mæla með hærri sköttum á greinina. �?að er ekki öll vitleysan eins.�??
Ekki náðist í Brynjar Sigurgeir Brynjarsson, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar við vinnslu fréttarinnar. Í kjölfar umræðu um erfiða stöðu í bolfiski blossaði upp umræða um að fiskvinnslan væri á leið úr landi. Sagði Binni í viðtali við Morgunblaðið að slíkt væri ekki á döfinni hjá þeim. �?að sama segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í samtali við sama blað. Bendir hann á í því sambandi á mikla fjárfestingu í sjávarútvegi um allt land.
�?að á einnig við í Vestmannaeyjum þar sem fyrirtækin hafa fjárfest fyrir tugi milljarða á undanförnum árum.