Nú er fimmti þátturinn hjá strákunum í Eyjar TV kominn á netið en í þættinum kíkja þeir m.a. upp í Höll og Hallarlund og spjalla við Bjarna Ólaf Guðmundsson. Hjörleifur Davíðsson tekur áskorun sem snýst um pool og harðan haus. Þá tapaði Þórarinn Ingi Valdimarsson átkeppni og þurfti að fara ber að ofan út í frostið þar sem strákarnir köstuðu í hann snjókúlum. En sjón er sögu ríkari og má sjá þáttinn hér að neðan.