Hringferðin Kraftur í kringum Ísland gengur eins og í sögu en farið er á tveimur tuðrum hringinn í kringum landið. Sex menn eru á tuðrunum auk þess sem tvær konur keyra landleiðina með búnað fyrir hópinn. Í gær var komið við á Eskifirði, Norðfirði og Reyðarfirði en hægt er að fylgjast með ferðalagi hópsins á bloggsíðu þeirra, á www.krafturikringumisland.com. Hér að neðan má lesa síðustu bloggfærsluna. Áætlað er að hringferðinni ljúki föstudaginn 4. júlí næstkomandi í Vestmannaeyjum á Goslokahátíðinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst