Mikið rosalega sé ég eftir því að hafa ekki tekið betur undir og barist meira og mótmælt eyðileggingu miðbæjarins okkar af miklu meiri krafti en ég gerði. �?að sem blasir við þegar maður kemur í miðbæinn er að það er nánast búið að rífa �??öll�?? eldri húsin þar, húsin sem áttu og geymdu sögu okkar. Við áttum að endurbyggja þessi niðurníddu hús og þar hefði Vestmannaeyjabær átt að koma inn í og aðstoða svo að við Eyjamenn getum bent á þau og sagt söguna okkar. Og ekki tekur betra við þegar maður lítur yfir nýjasta �??afrek�?? þessara niðurrifsafla.
�?að að rífa niður hús og leyfa byggingu verslunar á einum fallegasta og flottasta byggingastað bæjarins var út í hött. Eins og spáð var hefur komið í ljós er algjört umferðaröngþveiti og menn leggja bílum sínum allstaðar,við Strandveg, Miðstræti og hirða svo bílastæðin af Vöruvali líka eins og þar væri ekki nægur vandi. �?arna eiga eftir að verða slys og fleiri en eitt því Herjólfgata og Miðstræti eru með þrengstu götum bæjarins. �?ar ríkir umferðaröngþveiti alla daga. Lærðu menn ekkert af Krónubílastæðunum, Herjólfsstæðunum og Vilbergsstæðunum svo nokkur dæmi séu nefnd.
Svo er það sú staðreynd að staðsetning svona fyrirtækis skiptir engu máli svo framarlega að þar séu næg bílastæði og góð aðkoma fyrir bíla og önnur ökutæki, það labbar enginn með varninginn heim. �?essi bygging stingur líka verulega í stúf við sitt nánasta umhverfi. �?essir menn með bæjarstjórann í farabroddi hafa verið og eru hroðalegir umhverfissóðar og skilja eftir sig slóð illa ígrundaðra verka. �?að er ekki nóg að vera alltaf að gapa í fjölmiðlum: -Við Eyjamenn, Lífið er yndislegt, nei það þarf að hugsa líka.
Og nú dúkkar upp nýjasta hugmynd þessa niðurrifsmanna en hún er sú að rífa gamla Ísfélagshúsið ,já rífa Ísfélagið og til að fegra hryllinginn þá á að byggja þarna íbúðir fyrir fatlaða,rífa,rífa,rífa það virðist vera það eina sem þessum niðurrifsmönnum dettur í hug og geta sett kraft í. �?g er alls ekki á móti því að byggðar verði íbúðir fyrir fatlaða nema síður sé eða að byggja íbúðir í miðbænum en það er alls ekki sama hvað það kostar eða á kostnað hvers, það er búið að eyðileggja miðbæinn nóg.
Framtíð Ísfélagshússins á að vera allt önnur og veglegri og á að fá þá virðingu sem það á skilið og sé ég fyrir mér nánast nákvæmlega það sama og gert var við gamla frystihúsið í Hafnarfirði ,þar Yfirtók bærinn húsið og úthlutað síðan húsinu til listamanna,prjónakvenna, hönnuða og hverskyns listframleiðenda fyrir vinnustofur og söluaðstöðu,ég sé fyrir mér vinnustofur og sölubása fjölmargra handverslistamanna þar sem þeir selja sínar afurðir í nálægð miðbæjarins og Vigtartorgsins og lífga uppá miðbæjarlífið. Og ég held til dæmis að það sé ekki til flottari staður undir Bakarí og Kaffihús en í Boganum.
Núverandi eigendur hússins ættu að gefa húsið til Vestmannaeyinga sem þakklætisvott fyrir sína velgengni með því skilyrði að það yrði látið standa og alls ekki rifið.
Bergur M Sigmundsson