�?að var gott hljóð í Sindra Viðarssyni, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í gær. �?eir voru hættir loðnufrystingu og í óða önn að undirbúa að taka hrogn. Í allt eru Vinnslustöðvarskipin búin að fiska um 4500 tonn en skammturinn sem skipin hafa komið með er 800 til 1200 tonn.
Loðnufrystingin gekk vel og var unnið á vöktum í nýju uppsjávarfrystihúsi VSV sem tekið var í notkun á síðasta ári. �??�?að voru smá vandræði í byrjun eins og búast má við en svo gekk allt að óskum. Núna erum við að gera klárt fyrir hrognin, þrífa og gera tækin klár,�?? sagði Sindri. Og hann er ánægður með ástandið á loðnunni. �??Elstu menn hafa ekki séð svona stóra og feita loðnu. �?ó ég sé ekki manna elstur staðfestir Hafró að loðnan sé óvenju væn og feit,�?? sagði Sindri en heildarkvóti Vinnslustöðvarinnar var um 20 þúsund tonn.
Unnið er á vöktum í loðnunni í Ísfélaginu þar sem byrjað er að taka hrogn. Á mánudaginn voru bátar Ísfélagsins, Sigurður VE, Heimaey VE og Álsey VE búin að fiska um 13.000 tonn og frysta þar af um 1500 tonn að því er kom fram hjá Eyþóri Harðarsyni, útgerðarstjóra.
�?egar rætt var við Pál Scheving, verksmiðjustjóra hjá Ísfélaginu í gær var loðnufrystingu að ljúka. �??Hrognataka er að hefjast hjá okkur, erum að keyra tækin og sjá hvort allt virkar. Við eigum 25.000 til 26.000 tonn eftir af loðnu þannig að við verðum að halda vel á spöðunum. Ef veðrið helst gott og ég tala ekki um ef við fáum vestangöngu ætti þetta að hafast. Venjulega höfum við verið að fram undir 20. mars og vonandi verður það svoleiðis núna,�?? sagði Páll.
Heildarkvóti Eyjaskipa losaði um 60.000 tonn sem er um einn þriðji af heildarkvóta íslenskra skipa. Eftirstöðvarnar hjá Eyjaflotanum er um 40.000 tonn og þarf allt að ganga upp ef hann á að nást.