HSV tryggð aukin framlög
18. desember, 2013
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja (HSV) fær aukafjárveitingu upp á 85,3 milljónir til að halda rekstrinum á floti, svo lengi sem tillaga þess efnis verði samþykkt á Alþingi. Stofnuninni var úthluta 665 milljónum í reksturinn samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar en reksturinn 2012 kostaði 730 milljónir. Hins vegar bendi allt til þess að reksturinn 2013 verði öllu kostnaðarsamari og því þurfi að leysa rekstrarvanda stofnunarinnar til frambúðar. Auk þess hafa viðræður hafa staðið yfir milli Vestmannaeyjabæjar og fulltrúum hins opinbera um að sveitarfélagið yfirtaki rekstur HSV en þær viðræður halda áfram.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst