Enski miðjumaðurinn Bryan Hughes er kominn með leikheimild og getur því leikið með ÍBV gegn Val á morgun, miðvikudag. Hughes var kynntur til leiks í dag en hinn 34 ára gamli sóknartengiliður er gríðarlega leikreyndur og á að baki 128 leiki í ensku úrvalsdeildinni en í þeim hefur hann skorað 10 mörk.