Nýjasti leikmaður ÍBV, enski miðjumaðurinn reyndi Bryan Hughes mætti á sína fyrstu æfingu í gær. Í dag mætir ÍBV Val á útivelli og er fastlega búist við því að Hughes verði í leikmannahópnum fyrir leikinn. Blaðamaður Eyjafrétta hitti á Hughes og ræddi aðeins við hann um komuna til Eyja. Enski miðjumaðurinn fékk líka ókeypis kennslu í helstu orðunum sem hann verður að læra fyrir sumarið og má sjá afraksturinn hér.