Nú er þjóðhátíðin afstaðin og væntanlega flestir nokkuð ánægðir með hvernig til tókst, veður var frábært, dagskrá sömuleiðis og virðist vera að flestum hafi komið nokkuð vel saman. En samt sem áður hugsar maður til kapphlaupsins um tjaldstæðin og það sem gerist þar að því er virðist á hverju ári. Fólk er farið að hugsa þetta þannig að hin og þessi gata sé þeirra, og stæði þar innan frátekin fyrir þau, hvað sem raular og tautar, og hafa menn mismunandi skoðanir á því. En það sem alvarlegra er, er að fólk er farið að slasast, rífast, hóta og standa í handalögmálum.
�?g heyrði t.d. af einum sem þurfti að fara upp á spítala eftir þetta, einnig af börnum sem voru grátandi vegna þess að skyldmenni þeirra stóðu í pústrum út af tjaldstæði, aðrir voru í hálfgerðu �??stand down�?? sem gekk út að það að hvorugur neitaði að fara og það var bara spurning um hver nennti að sitja lengur að stæðinu þangað til að hinn gæfist upp.
Einnig átti ég samtal við fólk sem sagði mér að það neitaði að fara inn í Dal til að standa í þessu, það væri búið að fá nóg af þessu rugli, það væri komið hálfgert �??shortest straw�?? aðferð, sá sem dregur minnsta stráið, til að sjá hver þyrfti að hlaupa í þeirri fjölskyldu. �?annig að ég og fleiri í minni fjólskyldu settumst niður og komum upp með tillögu að úthlutunarleið sem hljóðar svo : – Auðvitað er sanngjarnt að þeir sem vinna í Dalnum fái fyrsta valrétt (þjóðhátíðarnefnd metur það hverjir eru starfsmenn).
– �?eir sem vilja tjaldstæði senda þjóðhátíðarnefnd póst þar sem fram kemur breidd á tjaldi (og lengd ef tjald nær yfir tvær götur) ásamt kennitölu.
�?� Einnig er tiltekið hvaða götur þau vilja helst vera á, fyrsta, annað og þriðja val.
�?� Ef fólk vill endilega vera við hliðina á einhverjum þá komi það einnig fram í póstinum, þ.e. kennitala þess aðila.
�?� �?jóðhátíðarnefnd veit hverjir eru stafsmenn og setja þá í sérstakan pott, hinir fara í annan pott.
�?� Svo er dregið upp úr starfsmannapottinum, og raðað.
�?� Síðan er dregið upp úr hinum pottinum og raðað.
�?� Síðan er þetta birt á fréttamiðlum og fólki sagt hvenær það getur komið með súlurnar sínar.
�?� Ef fólk er ekki sátt við staðsetninguna sína getur það reynt að skipta við aðra.
�?� Til að ferlið sé gegnsætt (spennandi og skemmtilegt) væri hægt að annað hvort streyma því á netinu eða vera með fulltrúa frá bæjarstjórn eða einhverjum öðrum. Hérna sitja allir við sama borð (þ.e. starfsmenn vs rest). Engin hætta á að menn standi í handalögmálum eða slasist við handaganginn, eða áralöng vinátta fari í vaskinn vegna rifrilda um stæði.
Allstaðar í kringum okkur er verið að selja eða úthluta miðum, stæðum eða öðru án þess að fólk endi upp á spítala í röntgen. Við hljótum að geta gert þetta líka. �?g efast ekki um að hægt væri að fara einhverjar aðrar leiðir ef vilji er til og hvet ég fleiri til að senda inn tillögur.
Með þjóðhátíðarkveðju. Maggi Gísla og co.