Ungt fólk á Sunnan3 svæðinu (Árborg, Hveragerði og �?lfusi) átti þar kost að taka þátt í samkeppninni. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og nú við lok samkeppninar hafa borist 41 umsókn. Vill verkefnisstjórn Sunnan3 verkefnisins þakka þessa frábæru þátttöku ungs fólks á Suðurlandi.
Strax í kjölfarið mun dómnefnd taka til starfa og lýkur hún störfum 15. mars. Dómnefndina skipa, Sævar �?ór Helgason, Á móti sól, Dagur Hilmarsson, vefhönnuður/tæknimaður, Jóhanna Hjartardóttir, menningarfrömuður/kennari, Hildur Grímsdóttir, gjaldkeri í NFSu og Pétur Ingvarsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Sigurhugmyndirnar verða svo verðlaunaðar við hátíðlega athöfn og þróaðar áfram í samvinnu við höfunda og tæknimenn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst