Í síðasta tölublaði Frétta var fjallað um hugmyndir um að setja upp lítið kjarnorkuver í Vestmannaeyjum árið 1959. „Raforkumálastjóra hefur borist tilboð í lítið kjarnorkuver. Björn Kristinsson, verkfræðingur á Orkudeild raforkumálastjóra, hefur unnið að mati á tilboði General Electric og skrifað ítarlega skýrslu sem nefnist Kjarnorkuver fyrir Vestmannaeyjar,“ segir í frétt frá árinu 1959 sem Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum benti á. Hægt er að lesa skýrslur um málið í heild sinni hér að neðan.