Á myndbandinu sem hér fylgir, er slegist í för með Páli Hallgrímssyni, lækni og Eyjapeyja, sem heimsótti æskustöðvarnar í síðustu viku. Páll fór á Dalfjall, gekk Eggjarnar, yfir á Klif og síðan á Heimaklett, þar sem hann hitti m.a. fjallgeiturnar, Ólaf Einarsson og Höllu Svavarsdóttur. Veðrið var eins og best verður á kosið eins og reyndar verið hefur undarfarnar vikur – og útsýnið dásamlegt. Halldór Halldórsson fylgdi Páli eins og skugginn og myndaði þessa fjallaferð hans.