�?ann 16.ágúst síðastliðin voru opnuð tilboð í viðbyggingu við Hraunbúðir. Framkvæmda- og hafnarráð fór yfir tilboðin á fundi sínum í gær en alls bárust tvö tilboð í verkið.
- Steini og Olli ehf. 104.278.606 kr.
- Húsatækni ehf. 92.874.129 kr
Kostnaðaráætlun hönnuða hljóðaði upp á 91.164.499 kr. Ráðið samþykkti að að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs, segir í fundargerð ráðsins.