Hvenær má barn sem fær hlaupabólu, mæta aftur í skólann eða hjá dagforeldri? Hvernig er smithætta barna með augnsýkingu og er smithætta vegna eyrnabólgu? Foreldrar barna á skólaaldri kannast hugsanlega við einhverjar af þessum spurningum en Ágúst �?skar Gústafsson, sérfræðingur í heimilislækningum bjó til töflu í samstarfi við �?órólf Guðnason barnalækni, þar sem farið er yfir helstu sjúkdóma barna, meðgöngutíma þeirra, smit og hvenær smithætta er liðin hjá og hvenær barnið má mæta aftur í skólann. Ágúst segir gráupplagt fyrir foreldar að prenta töfluna út og setja á ísskápinn.