Undanfarna daga hefur verið í umræðunni að konsertflygillinn úr Höllinni sé farinn úr bænum. Þetta einstaka og glæsilega hljóðfæri. Ég fór á stúfana og fékk þessa fregn staðfesta og get ekki látið þetta mál afskiptalaust! Er verið að fremja bankarán? Á landinu öllu eru aðeins til á milli 10 og 15 risakonsertflyglar álíka og var í Höllinni. Tveir þeirra eru í Salnum í Kópavogi, Sinfóníuhljómsveit Íslands á einn og hinir á ýmsum þekktum stöðum. Tveir af þessum risaflyglum eru af gerðinni Estonia og eru alveg topp hljóðfæri. Annar þeirra var í Höllinni og þar á hann að vera áfram og hinn er í Nýheimum á Hornafirði.